Stjörnufræðingar uppgötva sérkennilegt sólkerfi — Kepler-36
Sævar Helgi Bragason
22. jún. 2012
Fréttir
Stjörnufræðingar hafa uppgötvað tvær gerólíkar reikistjörnur á óvenju nálægum sporbrautum um stjörnuna Kepler-36.
Stjörnufræðingar hafa uppgötvað tvær gerólíkar reikistjörnur á óvenju nálægum sporbrautum um stjörnuna Kepler-36. Önnur reikistjarnan er gasrisi en hin berghnöttur. Aldrei áður hafa tvær reikistjörnur, sem komast jafn nærri hvor annarri, fundist. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Nature í vikunni.
Reikistjörnurnar fundust í gögnum Keplerssjónaukans sem fylgist með yfir 150.000 stjörnum á himinhvolfinu í þeirri von að mögulegar reikistjörnur gangi fyrir einhverjar þeirra, rétt eins og þegar Venus gekk fyrir sólina fyrir skömmu.
Reikistjörnurnar tvær hringsóla um stjörnuna Kepler-36 sem líkist sólinni en er bæði örlítið heitari og nokkrum milljörðum árum eldri. Kepler-36 er í um 1.200 ljósára fjarlægð frá jörðinni.
Innri reikistjarnan nefnist Kepler-36b. Hún er bergreikistjarna, um 1,5 sinnum stærri en jörðin og 4,5 sinnum þyngri. Umferðartími hennar (árið) er aðeins 13,8 dagar enda fjarlægð hennar frá móðurstjörnunni ekki nema rúmar 17 milljónir km. Sökum nálægðar við móðurstjörnuna er yfirborðið líklega bráðið að hluta.
Ytri reikistjarnan heitir Kepler-36c. Hún er gasrisi, 3,7 sinnum stærri en jörðin og 8 sinnum þyngri. Þessi „heiti Neptúnus“ er aðeins 16 daga að ganga umhverfis móðurstjörnuna í um 19 milljóna km fjarlægð.
Á 97 daga fresti eru reikistjörnurnar í gagnstöðu. Þá komast þessir nágrannar næst hvor öðrum og skilja þá aðeins 1,9 milljónir km á milli þeirra. Þetta er innan við fimmföld fjarlægð tunglsins frá jörðinni.
Kepler-36c er miklu stærri en tunglið okkar svo hún er stór og tignarleg að sjá á himninum frá Kepler-36b. Frá Kepler-36c væri Kepler-36b hins vegar álíka stór og tunglið séð frá jörðinni. Þegar reikistjörnurnar komast svona nálægt hvor annarri verka miklir flóðkraftar á milli þeirra sem toga og teygja á innviðum beggja hnatta. Fyrir vikið er líklega mikil eldvirkni á bergreikistjörnunni.
Stjörnufræðingar skilja ekki hvernig svo gerólíkir hnettir enduðu svona nálægt hvor öðrum. Í sólkerfinu okkar eru bergreikistjörnurnar nálægt sólinni en gasrisarnir langt frá henni.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Tengdar myndir
- Teikning listamanns af gasrisanum Kepler-36c séð af yfirborði bergreikistjörnunnar Kepler-36b. Aðeins 1,9 milljónir km skilja á milli reikistjarnanna þegar minnst er. Mynd: Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics/David Aguilar
Stjörnufræðingar uppgötva sérkennilegt sólkerfi — Kepler-36
Sævar Helgi Bragason 22. jún. 2012 Fréttir
Stjörnufræðingar hafa uppgötvað tvær gerólíkar reikistjörnur á óvenju nálægum sporbrautum um stjörnuna Kepler-36.
Stjörnufræðingar hafa uppgötvað tvær gerólíkar reikistjörnur á óvenju nálægum sporbrautum um stjörnuna Kepler-36. Önnur reikistjarnan er gasrisi en hin berghnöttur. Aldrei áður hafa tvær reikistjörnur, sem komast jafn nærri hvor annarri, fundist. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Nature í vikunni.
Reikistjörnurnar fundust í gögnum Keplerssjónaukans sem fylgist með yfir 150.000 stjörnum á himinhvolfinu í þeirri von að mögulegar reikistjörnur gangi fyrir einhverjar þeirra, rétt eins og þegar Venus gekk fyrir sólina fyrir skömmu.
Reikistjörnurnar tvær hringsóla um stjörnuna Kepler-36 sem líkist sólinni en er bæði örlítið heitari og nokkrum milljörðum árum eldri. Kepler-36 er í um 1.200 ljósára fjarlægð frá jörðinni.
Innri reikistjarnan nefnist Kepler-36b. Hún er bergreikistjarna, um 1,5 sinnum stærri en jörðin og 4,5 sinnum þyngri. Umferðartími hennar (árið) er aðeins 13,8 dagar enda fjarlægð hennar frá móðurstjörnunni ekki nema rúmar 17 milljónir km. Sökum nálægðar við móðurstjörnuna er yfirborðið líklega bráðið að hluta.
Ytri reikistjarnan heitir Kepler-36c. Hún er gasrisi, 3,7 sinnum stærri en jörðin og 8 sinnum þyngri. Þessi „heiti Neptúnus“ er aðeins 16 daga að ganga umhverfis móðurstjörnuna í um 19 milljóna km fjarlægð.
Á 97 daga fresti eru reikistjörnurnar í gagnstöðu. Þá komast þessir nágrannar næst hvor öðrum og skilja þá aðeins 1,9 milljónir km á milli þeirra. Þetta er innan við fimmföld fjarlægð tunglsins frá jörðinni.
Kepler-36c er miklu stærri en tunglið okkar svo hún er stór og tignarleg að sjá á himninum frá Kepler-36b. Frá Kepler-36c væri Kepler-36b hins vegar álíka stór og tunglið séð frá jörðinni. Þegar reikistjörnurnar komast svona nálægt hvor annarri verka miklir flóðkraftar á milli þeirra sem toga og teygja á innviðum beggja hnatta. Fyrir vikið er líklega mikil eldvirkni á bergreikistjörnunni.
Stjörnufræðingar skilja ekki hvernig svo gerólíkir hnettir enduðu svona nálægt hvor öðrum. Í sólkerfinu okkar eru bergreikistjörnurnar nálægt sólinni en gasrisarnir langt frá henni.
Tenglar
Fjarreikistjörnur
Keplerssjónaukinn á Stjörnufræðivefnum
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Tengdar myndir