Í ágúst 2023 er tunglið fullt í tvígang, 1. ágúst og 31. ágúst. Seinna fulla ágúst-tunglið er líka nálægasta fulla tungl ársins og því kallað „blár ofurmáni“
Í ágúst 2023 verður tunglið fullt í tvígang, annars vegar 1. ágúst og hins vegar 31. ágúst. Seinna fulla tunglið í einum og sama mánuðinum er kallað „blátt tungl“ eða „blámáni“. Blámáninn 31. ágúst er jafnframt nálægasta fulla tungl þessa árs og því kallaður „ofurmáni“. Ég hvet þig til að horfa til himins, því ég get lofað þér að tunglið verður afskaplega fallegt á að líta í kringum þessa daga, sér í lagi þegar það rís.
Fulla tunglið 1. ágúst
Þriðjudaginn 1. ágúst 2023 kl. 18:31 — verður tunglið fullt. Daginn eftir verður tunglið næst Jörðu, þá 357.336 km frá miðju Jarðar. Fulla tunglð 1. ágúst er því næst nálægasta fulla tungl ársins 2023.
Þetta kvöld rís tunglið kl. 00:26 aðfaranótt 2. ágúst í Steingeitinni. Tunglið er mjög lágt á lofti en hæst í suðri klukkan 02:00, svo aðeins nátthrafnar munu njóta þess. Prófaðu að leita eftir því á dimmbláum síðsumarshimninum. Það er alveg afskaplega fallegt á að líta og virkar stórt.
Fulla tunglið 31. ágúst
Klukkan 01:35 aðfaranótt fimmtudagsins 31. ágúst 2023 er tunglið aftur fullt, þá í 357.181 km fjarlægð frá miðju Jarðar. Þetta kvöld er tunglið í Vatnsberanum og rís um klukkan 21:14. Það er hæst á lofti í suðri kl. 01:34.
Tunglið er á sporöskjulaga braut um Jörðina. Fyrir vikið er tunglið mislangt frá Jörðinni. Fjarlægðin frá miðju Jarðar að miðju tunglsins sveiflast um 356.355 til 370.399 km við jarðnánd en frá 404.042 til 406.725 km við jarðfirrð. Ástæðan fyrir flöktinu er sú að sólin togar í sporöskjulaga braut tunglsins og aflagar hana örlítið.
Vegna þessarar sveiflu er fullt tungl ekki alltaf jafnlangt frá Jörðu. Fjarlægasta og minnsta fulla tungl 21. aldar verður kl. 07:25 hinn 12. desember 2061. Þá verður tunglið 406.709 km frá Jörðinni.
Nálægasta fulla tungl 21. aldar verður 6. desember 2052. Tunglið verður þá 356.429 km í burtu — um það bil þúsund kílómetrum nær okkur en 31. ágúst 2023. Munurinn sést ekki með berum augum.
Hvað er „blátt tungl“ eða „blámáni“?
Tíminn milli tveggja fullra tungla er 29,5 dagar. Á 354 dögum verður tunglið því fullt tólf sinnum. Á tveggja og hálfs árs fresti eða svo verða því þrettán full tungl á sama árinu. Febrúar er eini mánuðurinn sem getur ekki haft tvö full tungl. Stundum kemur raunar líka fyrir að í febrúar verði ekkert fullt tungl.
Þegar tvö full tungl ber upp í sama mánuði er seinna fulla tunglið stundum kallað blátt tungl, þótt það hafi ekkert með lit þessa að gera. Nafnið vísar aðeins til þess sem sagt er vera tiltölulega sjaldgæft.
Þó er mögulegt að gaslosunin frá eldgosinu á Reykjanesskaga gæti haft staðbundin áhrif á litbrigði tunglsins. Gosmóðan gæti gert tunglið ögn bláleitara ef hún fer fyrir tunglið frá athugunarstað. Líttu eftir því.
Hvað eru „ofurmánar“?
Þegar fullt tungl ber upp á sama tíma og tunglið er við jarðnánd — þegar það er innan við 90% af minnstu fjarlægð frá Jörðu — verður það sem kallast á fræðimáli „okstaða við jarðnánd“ (e. syzygy). Það er ekkert sérstaklega þjált svo í daglegu tali hefur verið talað um „ofurmána“. Sé sú skilgreining notuð þarf tunglið að vera í innan við 367.607 km fjarlægð frá miðju Jarðar til að teljast „ofurmáni“.
„Ofurmánar“ endurtaka sig á rétt rúmlega árs fresti. Þá koma þrír til fjórir „ofurmánar“ í röð af 12-13 mögulegum fullum tunglum. Árið 2023 eru fullu tunglin 2. júlí, 1. ágúst, 31. ágúst og 28. september „ofurmánar“.
Full tungl og Júpíter í júlí 2020. Þegar tunglið rís hefur það rauðleitan blæ vegna ljósbrots í andrúmslofti Jarðar. Mynd: Sævar Helgi Bragason
Sést munur á „ofurmánum“ og venjulegu fullu tungli?
Já og nei.
Þegar tunglið er næst Jörðu er það stærst á himni frá Jörðu séð og aðeins bjartara en að meðaltali. „Ofurmáni“ er 7% breiðari og 15% bjartari en meðaltals fullt tungl. Stærsta fulla tungl ársins er aftur 14% stærra og 30% bjartara en minnsta fulla tungl ársins, sem í ár bar upp 5. febrúar. Þá var tunglið næstum 50.000 km lengra í burtu en nú eða 406.319 km.
Munurinn er samt vart sjáanlegur. Munurinn á minnstu og stærstu fullu tunglum ársins er svipaður og munurinn á 15 og 16 tommu pizzum. Myndir þú kalla 16 tommu pizzu „ofurpizzu“? „Ofurmánar“ hafa heldur engin sérstök áhrif á Jörðina, menn eða önnur dýr.
Af hverju virkar fullt tungl svona stórt við sjóndeildarhringinn?
Fullt tungl rís á sama tíma og sólin sest. Þegar tunglið skríður upp á himinninn 1. ágúst og 31. ágúst mun það virka óvenju stórt lágt á himninum. Ástæðan er ekki fjarlægðin frá Jörðinni, heldur skynvilla. Tunglið virkar stærra við sjóndeildarhringinn en það í raun og veru er vegna þess hvernig við skynjum lögun himinhvelfingarinnar.
Þú getur sannreynt það sjálf(ur) með því að beygja þig og horfa á það á hvolfi. Hvað gerist? Tunglið minnkar! Reistu þig við og tunglið stækkar.
Raunar er tunglið örlítið smærra þegar það er við sjóndeildarhringinn en þegar það er hæst í suðri. Þegar tunglið er við sjóndeildarhringinn horfum við eftir radíus Jarðar og er stærð þess þá 1,5% minni en þegar tunglið er í suðri og hæst á lofti erum við rúmlega 6000 km nær því. Já, Jörðin er í alvöru hnöttótt!
Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna fjallar um undrin sem sjá má á næturhimninum, frá sólsetri til sólarupprásar. Greint er frá því helsta sem sést með berum augum frá Íslandi, allt frá næturregnbogum og norðurljósum til gervitungla og stjörnuhrapa, að himintunglunum ógleymdum.
Sagt er frá tunglinu, sólinni og reikistjörnunum og hvernig best er að skoða þessa nágranna okkar í sólkerfinu. Ítarlega er fjallað um stjörnuhimininn og yfir fimmtíu fyrirbæri sem auðvelt er að finna, ýmist með handsjónauka, litlum stjörnukíki eða kröftugum stjörnusjónauka. Bókin geymir að auki fjölda glæsilegra mynda og vönduð stjörnukort.
Sjáðu tvo „ofurmána“ á himni í ágúst
Sævar Helgi Bragason 29. ágú. 2023 Fréttir
Í ágúst 2023 er tunglið fullt í tvígang, 1. ágúst og 31. ágúst. Seinna fulla ágúst-tunglið er líka nálægasta fulla tungl ársins og því kallað „blár ofurmáni“
Í ágúst 2023 verður tunglið fullt í tvígang, annars vegar 1. ágúst og hins vegar 31. ágúst. Seinna fulla tunglið í einum og sama mánuðinum er kallað „blátt tungl“ eða „blámáni“. Blámáninn 31. ágúst er jafnframt nálægasta fulla tungl þessa árs og því kallaður „ofurmáni“. Ég hvet þig til að horfa til himins, því ég get lofað þér að tunglið verður afskaplega fallegt á að líta í kringum þessa daga, sér í lagi þegar það rís.
Fulla tunglið 1. ágúst
Þriðjudaginn 1. ágúst 2023 kl. 18:31 — verður tunglið fullt. Daginn eftir verður tunglið næst Jörðu, þá 357.336 km frá miðju Jarðar. Fulla tunglð 1. ágúst er því næst nálægasta fulla tungl ársins 2023.
Þetta kvöld rís tunglið kl. 00:26 aðfaranótt 2. ágúst í Steingeitinni. Tunglið er mjög lágt á lofti en hæst í suðri klukkan 02:00, svo aðeins nátthrafnar munu njóta þess. Prófaðu að leita eftir því á dimmbláum síðsumarshimninum. Það er alveg afskaplega fallegt á að líta og virkar stórt.
Fulla tunglið 31. ágúst
Klukkan 01:35 aðfaranótt fimmtudagsins 31. ágúst 2023 er tunglið aftur fullt, þá í 357.181 km fjarlægð frá miðju Jarðar. Þetta kvöld er tunglið í Vatnsberanum og rís um klukkan 21:14. Það er hæst á lofti í suðri kl. 01:34.
Satúrnus er örstutt frá.
Af hverju er tunglið mislangt frá Jörðu?
Tunglið er á sporöskjulaga braut um Jörðina. Fyrir vikið er tunglið mislangt frá Jörðinni. Fjarlægðin frá miðju Jarðar að miðju tunglsins sveiflast um 356.355 til 370.399 km við jarðnánd en frá 404.042 til 406.725 km við jarðfirrð. Ástæðan fyrir flöktinu er sú að sólin togar í sporöskjulaga braut tunglsins og aflagar hana örlítið.
Vegna þessarar sveiflu er fullt tungl ekki alltaf jafnlangt frá Jörðu. Fjarlægasta og minnsta fulla tungl 21. aldar verður kl. 07:25 hinn 12. desember 2061. Þá verður tunglið 406.709 km frá Jörðinni.
Nálægasta fulla tungl 21. aldar verður 6. desember 2052. Tunglið verður þá 356.429 km í burtu — um það bil þúsund kílómetrum nær okkur en 31. ágúst 2023. Munurinn sést ekki með berum augum.
Hvað er „blátt tungl“ eða „blámáni“?
Tíminn milli tveggja fullra tungla er 29,5 dagar. Á 354 dögum verður tunglið því fullt tólf sinnum. Á tveggja og hálfs árs fresti eða svo verða því þrettán full tungl á sama árinu. Febrúar er eini mánuðurinn sem getur ekki haft tvö full tungl. Stundum kemur raunar líka fyrir að í febrúar verði ekkert fullt tungl.
Þegar tvö full tungl ber upp í sama mánuði er seinna fulla tunglið stundum kallað blátt tungl, þótt það hafi ekkert með lit þessa að gera. Nafnið vísar aðeins til þess sem sagt er vera tiltölulega sjaldgæft.
Þó er mögulegt að gaslosunin frá eldgosinu á Reykjanesskaga gæti haft staðbundin áhrif á litbrigði tunglsins. Gosmóðan gæti gert tunglið ögn bláleitara ef hún fer fyrir tunglið frá athugunarstað. Líttu eftir því.
Hvað eru „ofurmánar“?
Þegar fullt tungl ber upp á sama tíma og tunglið er við jarðnánd — þegar það er innan við 90% af minnstu fjarlægð frá Jörðu — verður það sem kallast á fræðimáli „okstaða við jarðnánd“ (e. syzygy). Það er ekkert sérstaklega þjált svo í daglegu tali hefur verið talað um „ofurmána“. Sé sú skilgreining notuð þarf tunglið að vera í innan við 367.607 km fjarlægð frá miðju Jarðar til að teljast „ofurmáni“.
„Ofurmánar“ endurtaka sig á rétt rúmlega árs fresti. Þá koma þrír til fjórir „ofurmánar“ í röð af 12-13 mögulegum fullum tunglum. Árið 2023 eru fullu tunglin 2. júlí, 1. ágúst, 31. ágúst og 28. september „ofurmánar“.
Full tungl og Júpíter í júlí 2020. Þegar tunglið rís hefur það rauðleitan blæ vegna ljósbrots í andrúmslofti Jarðar. Mynd: Sævar Helgi Bragason
Sést munur á „ofurmánum“ og venjulegu fullu tungli?
Já og nei.
Þegar tunglið er næst Jörðu er það stærst á himni frá Jörðu séð og aðeins bjartara en að meðaltali. „Ofurmáni“ er 7% breiðari og 15% bjartari en meðaltals fullt tungl. Stærsta fulla tungl ársins er aftur 14% stærra og 30% bjartara en minnsta fulla tungl ársins, sem í ár bar upp 5. febrúar. Þá var tunglið næstum 50.000 km lengra í burtu en nú eða 406.319 km.
Munurinn er samt vart sjáanlegur. Munurinn á minnstu og stærstu fullu tunglum ársins er svipaður og munurinn á 15 og 16 tommu pizzum. Myndir þú kalla 16 tommu pizzu „ofurpizzu“? „Ofurmánar“ hafa heldur engin sérstök áhrif á Jörðina, menn eða önnur dýr.
Af hverju virkar fullt tungl svona stórt við sjóndeildarhringinn?
Fullt tungl rís á sama tíma og sólin sest. Þegar tunglið skríður upp á himinninn 1. ágúst og 31. ágúst mun það virka óvenju stórt lágt á himninum. Ástæðan er ekki fjarlægðin frá Jörðinni, heldur skynvilla. Tunglið virkar stærra við sjóndeildarhringinn en það í raun og veru er vegna þess hvernig við skynjum lögun himinhvelfingarinnar.
Þú getur sannreynt það sjálf(ur) með því að beygja þig og horfa á það á hvolfi. Hvað gerist? Tunglið minnkar! Reistu þig við og tunglið stækkar.
Raunar er tunglið örlítið smærra þegar það er við sjóndeildarhringinn en þegar það er hæst í suðri. Þegar tunglið er við sjóndeildarhringinn horfum við eftir radíus Jarðar og er stærð þess þá 1,5% minni en þegar tunglið er í suðri og hæst á lofti erum við rúmlega 6000 km nær því. Já, Jörðin er í alvöru hnöttótt!
Lærðu meira
Í bókinni Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna er fjallað ítarlega um tunglið og hollráð veitt um hvað hægt er að sjá á því.
Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna fjallar um undrin sem sjá má á næturhimninum, frá sólsetri til sólarupprásar. Greint er frá því helsta sem sést með berum augum frá Íslandi, allt frá næturregnbogum og norðurljósum til gervitungla og stjörnuhrapa, að himintunglunum ógleymdum.
Sagt er frá tunglinu, sólinni og reikistjörnunum og hvernig best er að skoða þessa nágranna okkar í sólkerfinu. Ítarlega er fjallað um stjörnuhimininn og yfir fimmtíu fyrirbæri sem auðvelt er að finna, ýmist með handsjónauka, litlum stjörnukíki eða kröftugum stjörnusjónauka. Bókin geymir að auki fjölda glæsilegra mynda og vönduð stjörnukort.