Fréttir
Fyrirsagnalisti
Fjölhnatta sólkerfi uppgötvað
Stjörnufræðingar fundið sólkerfi að minnsta kosti fimm reikistjarna á braut um stjörnuna HD 10180 auk vísbendinga um tvær aðrar reikistjörnur.
Hve mikinn massa þarf til að mynda svarthol?
Í fyrsta sinn hafa evrópskir stjörnufræðingar sýnt fram á að segulstjarna varð til úr stjörnu sem var minnst 40 sinnum massameiri en sólin okkar.
VISTA ljósmyndar stjörnumyndunarsvæði
Stjörnufræðingar hafa náð glæsilegri ljósmynd af Tarantúluþokunni í nálægri nágrannavetrarbraut okkar, Stóra-Magellanskýinu.
Stjörnusprenging í þrívídd
Stjörnufræðingar hafa í fyrsta sinn náð þrívíðri mynd af dreifingu innsta efnisins sem þeyttist út í geiminn frá nýsprunginni stjörnu. Þetta tókst með hjálp Very Large Telescope ESO. Niðurstöður mælinga sýna að sprengingin var ekki aðeins öflug, heldur beindist hún einkum í tiltekna átt.
Skær stjarna í litríku umhverfi
Ný og glæsileg ljósmynd úr Wide Field Imager myndavél ESO í La Silla stjörnustöðinni í Chile sýnir stjörnuna WR 22 og litríkt umhverfi hennar.
300 sólmassa risastjarna uppgötvuð
Stjörnufræðingar hafa með hjálp nokkurra mælitækja Very Large Telescope ESO fundið massamestu stjörnuna hingað til. Hún myndaðist með 300 sinnum meiri massa en sólin okkar. Þetta er rúmlega tvöfalt meiri massi en hin viðteknu mörk segja til um en samkvæmt þeim geta stjörnur ekki verið mikið meira en 150 sólmassar.
Vatnslitir R Coronae Australis
Glæsileg mynd af svæðinu í kringum stjörnuna R Coronae Australis
Hubble fagnar tuttugu ára afmæli
Til að fagna tuttugu ára afmæli Hubble geimsjónaukans birtu NASA og ESA þessa stórglæsilegu ljósmynd af stjörnumyndunarsvæði í Vetrarbrautinni okkar.
- Fyrri síða
- Næsta síða