Miðvikudaginn 12. nóvember nær Rosetta leiðangur ESA hámarki þegar Philae verður losað frá Rosetta og tilraun gerð til að lenda á yfirborði halastjörnu í fyrsta sinn
Í tíu ár hafa tvö evrópsk geimför ferðast saman um 6,4 milljarða km leið til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Klukkan 09:03 að íslenskum tíma miðvikudaginn 12. nóvember er komið að viðskilnaði. Þá verður Philae lendingarfarið losað frá Rosetta geimfarinu í fyrstu tilraun manna til að lenda geimfari á halastjörnu, sjö klukkustundum síðar, klukkan 16:02 að íslenskum tíma. Margt getur farið úrskeiðis en takist lendingin er um að ræða merkan áfanga í geimkönnunarsögunni.
Halastjörnur eru frumstæðustu hnettir sólkerfisins. Þær innihalda efnið sem reikistjörnurnar urðu til úr fyrir um 4,6 milljörðum ára en hafa, ólíkt reikistjörnunum, ekki hitnað að ráði, svo efnin í þeim hafa lítið sem ekkert breyst. Rannsóknir á halastjörnum geta því veitt okkur einstakar upplýsingar um myndun og þróun sólkerfisins.
Rosetta er einn stærsti og metnaðarfyllsti rannsóknarleiðangur sem ESA, Geimvísindastofnun Evrópu, hefur lagt upp í til þessa. Frá ágústbyrjun hefur Rosetta geimfarið hringsólað um halastjörnuna 67P/Churyumov-Gerasimenko ásamt Philae lendingarfarinu. Miðvikudaginn 12. nóvember nær leiðangurinn hámarki þegar Philae verður losað frá Rosetta og tilraun gerð til að lenda á yfirborði halastjörnu í fyrsta sinn.
Philae kanninn
Philae lendingarfarið er kassalaga (1 metri á breidd og hæð) og vegur 100 kg (þar af vega mælitæki 21 kg). Á Philae eru þrír fætur á snúningsási sem gerir geimfarinu kleift að snúa sér 360 gráður og halla sér ± 3,5 gráður. Geimfarið dregur nafn sitt af eyju í Nílarfljóti í Egiptalandi þar sem broddsúla fannst sem hjálpaði Frakkanum Jean-François Champolliion leysa ráðgátu Rosetta steinsins.
Mælitæki um borð í Philae. Mynd: ESA
Um borð í Philae eru tíu mælitæki, annars vegar þrjú fjarkönnunartæki (CIVA, ROLIS og CONSERT) og hins vegar sjö tæki sem gera staðbundnar mælingar.
APXS (Alpha Proton X-Ray Spectrometer) er röntgen-litrófsriti sem skýtur röngengeislum og alfa ögnum á sýni og mælir röntgengeislunina sem sýnin endurvarpa. Tækið á að veita upplýsingar um frumefnasamsetningu lendingarstaðarins og hugsanlegar breytingar sem verða þegar halastjarnan nálgast sólina. Mælingar tækisins geta tekið allt að 10 klukkustundir en gögn frá því verða meðal annars notuð til að mæla hlutfall íss á móti ryki og kanna efnasamsetningu ryksins til að bera saman við þekkta loftsteina. Samskonar tæki er meðal annars um borð í Marsjeppanum Curiosity.
CIVA (Comet nucleus Infared and Visible Analyzer) er aðalmyndavélabúnaður Philae. Það samanstendur af sex litlum myndavélum á hliðum kannans sem saman geta tekið 360 gráðu víðmyndir í þrívídd af lendingarstaðnum. Smásjármyndavél og litrófsriti fyrir innrautt ljós eru einnig hlutar af búnaðinum. Smásjáin og litrófsritinn verða notuð til að rannsaka efnasamsetningu, áferð og endurvarp yfirborðsýna sem önnur tæki safna. Myndir CIVA verða ennfremur notaðar til að fylgjast með yfirborðsvirkni og -breytingum.
CONSERT (Comet Nucleus Sounding Experiment by Radiowave Transmission) er tæki sem nemur útvarpsbylgjur sem Rosetta brautarfarsins sendir í gegnum halastjörnuna. Útvarpsbylgjusendingarnar gera mönnum klefit að rannsaka innviði halastjörnunnar, á svipaðan hátt og jarðvísindamenn kortleggja innviði Jarðar út frá jarðskjálftabylgjum.
COSAC (Cometary Sampling and Composition experiment) er annar tveggja gasnema í Philae. Tækið á að rannsaka reikul efni úr halastjörnunni með því að mæla frumefna-, samsætu- og steindafræðilega samsetningu þeirra. Tækið á einnig að rannsaka flókin lífræn efnasambönd í halastjörnunni sem gætu verið forlífræn byggingarefni lífs á Jörðinni.
Ptolemy er hinn gasneminn í Philae. Tækið á að rannsaka efnasamsetningu ystu yfirborðslaga halastjörnunar með nákvæmum mælingar á samsætuhlutföllum léttra frumefna. Markmið mælinganna er meðal annars að varpa ljósi á tengslin milli vatns í halastjörnum og vatns á Jörðinni (kom vatn til Jarðar með halastjörnum?), kanna lífræn efnasambönd og myndunarsögu efna í halastjörnunni.
MUPUS (Multi-Purpose Sensors for Surface and Subsurface Science) eru nokkrir nemar sem mæla þéttleika halastjörnunnar, hitastig yfirborðsins og innviðanna, varmaleiðnina og ýmsa aðra eiginleika yfirborðsins.
ROLIS (Rosetta Lander Imaging System) er CCD myndavél sem taka á myndir af lendingarstaðnum bæði fyrir og eftir lendingu. Markmiðið er að rannsaka landslagsmyndanir og steindir á yfirborðinu. ROLIS verður líka notuð til að taka myndir af sýnatökustöðum í kringum Philae, bæði fyrir og eftir, og fylgjast með breytingum á yfirborðinu þegar halastjarnan nálgast sólina.
ROMAP (Rosetta Lander Magnetometer and Plasma Monitor) samanstendur af segulmæli og rafgasnema á stuttri bómu á Philae. Tækið á að gera mælingar á rafleiðni kjarnans, segulsviðinu í kringum halstjörnuna og víxlverkun sólvindsins og halastjörnunnar.
SD2 (Sample and Distribution Device) er sýnasöfnunarbúnaður Philae. Philae getur snúið sér 360 gráður og þannig safnað sýnum frá mismunandi stöðum í kringum sig. SD2 mun bora um og yfir 20 cm ofan í yfirborðið, safna sýnum og flytja þau í ofna sem hita sýnin fyrir gasnemana í COSAC tækinu, eða í smásjárskoðun CIVA.
SESAME (Surface Electrical Sounding and Acoustic Monitoring Experiments) er þrjú tæki: (1) CASSE (Cometary Acoustic Sounding Surface Experiment), sem mælir aflfræðilega eiginleika yfirborðsins með því að skjóta hljóðmerkjum í gegnum það; (2) PP (Permittivity Probe), sem rannsakar rafmagnsfræðilega eiginleika yfirborðsins og (3) DIM (Dust Impact Monitor) sem mælir ryk sem fellur á yfirborðið. Mælingar þessara tækja hjálpa til við að skilja myndun halastjarna og sólkerfisins.
Fjarkönnunartækin verða virk skömmu eftir aðskilnað Philae og Rosetta en hin tækin hefja rannsóknir eftir lendingu.
Philae er afrakstur samstarfs ESA og stofnana í átta aðildarríkjum þess (Austurríki, Finnland, Frakkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía, Bretland, Þýskaland) undir forystu þýsku geimrannsóknarstofnunarinnar (DLR).
Lendingarstaðurinn
Þegar Rosetta kom til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko sýndu myndir að hún líktist einna helst gúmmíönd með höfði og búk. Philae á að lenda á höfðinu, það er á smærri hluta kjarnans.
Lendingarstaður Philae á „höfði“ halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Myndin vinstra megin var tekin með NavCam úr 100 km fjarlægð hinn 16. ágúst 2014 en nærmyndin (svæðið er 1 km á breidd) var tekin með OSIRIS hinn 20. ágúst 2014 úr 67 km hæð. Plúsinn sýnir Agilkia, fyrirhugaðan lendingarstað. Mynd: ESA / Rosetta / NavCam / MPS fyrir OSIRIS teymið MPS / UPD / LAM / IAA / SSO / INTA / UPM / DASP / IDA
Lendingarstaðurinn var upphaflega kallaður „Staður J“ en eftir nafnasamkeppni sem ESA stóð fyrir var staðurinn nefndur Agilkia eftir eyju í Nílarfljóti í Egiptalandi. Þegar Aswan stíflan var reist á sjöunda áratug 20. aldar voru ýmsar forn-egipskar byggingar, þar á meðal frægt hof gyðjunnar Ísisar, fluttar af eyjunni Philae til Agilkia þegar flæddi yfir þá fyrrnefndu.
Staðurinn var fyrst og fremst valinn vegna þess að hann var talinn öruggastur af þeim sem komu til greina (sjá frétt um val á lendingarstaðnum).
Lending Philae er gríðarlega flókin og erfið. Enginn veit hvað biður kannans þegar hann snertir yfirborðið. Er yfirborðið laust í sér eins og lausamjöll? Stökk, gróft eða sleipt?
Stærð halastjörnunnar Churyumov-Gerasimenko í samanburði við Reykjavík. Mynd: Hermann Hafsteinsson/ESA
Lendingarferlið
Lendingarferlið skiptist í þrennt: Aðskilnað, niðurleið og lendingu, eins og myndskeiðið hér undir sýnir
Áður en aðskilnaður verður mun Rosetta ræsa eldflaugar sínar og breyta braut sinni um halastjörnuna og stefnir þá í raun beint á hana. Á Jörðinni munu leiðangursstjórar í Darmstadt í Þýskalandi kanna hvort brautartilfærslan heppnaðist. Sé stefnan rétt verður skipun send til Rosetta um að losa Philae kannan frá sér. Halastjarnan er þá í um 510 milljón km fjarlægð frá Jörðinni, svo allar útvarpsendingar milli Jarðar og geimfarsins eru tæplega hálftíma (28 mínútur) að berast aðra leið.
Tveimur klukkustundum eftir brautartilfærsluna, klukkan 09:03 að morgni miðvikudagsins 12. nóvember, ýtir Rosetta Philae frá sér með um 18 cm hraða á sekúndu. Hefst þá lendingarferlið formlega. CIVA myndavélin tekur „kveðjumynd af Rosetta sem vonandi tekur líka mynd af Philae fjarlægjast. Fjörutíu mínútum eftir aðskilnað ræsir Rosetta eldflaugar sínar á ný og kemur sér á örugga braut um halastjörnuna (sem einnig mun tryggja að CONSERT tilraunin geti farið fram).
Þegar hér er komið sögu er Philae í frjálsu falli. Kanninn fellur úr 22,5 km hæð niður á yfirborð halastjörnunnar á um 7 klukkustundum.
Klukkustund eftir aðskilnað kemur Philae á útvarpssambandi við Rosetta, breiðir úr lendingarbúnaðinum, opnar CONSERT loftnetið og ROLIS myndavélin byrjar myndatökur. Tveimur stundum eftir aðskilnað snýr Rosetta sér við og fylgist með Philae falla að halastjörnunni.
Á niðurleiðinni safnar Philae gögnum. ROLIS tekur myndir og COSAC, Ptolemy, ROMAP og SESAME mæla gas, ryk og segulsviðið í kringum halastjörnuna. Á sama tíma mælir CONSERT fjarlægðina milli Philae og Rosetta og reynir að skynja yfirborð halastjörnunnar. Gögnin verða send til Rosetta á niðurleiðinni, svo burtséð frá því hvað gerist þegar Philae snertir yfirborðið munu gögn berast.
Klukkan 16:02 að íslenskum tíma (áætlað) snertir Philae yfirborð halastjörnunnar á um 1 metra hraða á sekúndu, sjö stundum eftir aðskilnað við Rosetta. Við snertingu skýtur kanninn tveimur skutlum allt að tvo og hálfan metra ofan í yfirborðið. Á sama tíma verður lítil eldflaug ofan á Philae ræst svo geimfarið skoppi ekki upp af yfirborðinu (þyngdarkrafturinn er svo veikur að sú hætta er fyrir hendi). Þá verða ísskrúfur á fótunum þremur stungið ofan í yfirborðið. Í raun mun Philae því hlekkja sig við yfirborðið. Sé yfirborðið mjúkt, svipað lausamjöll, gæti geimfarið sokkið á magann, jafnvel aðeins lengra.
Þyngdarkraftur halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko er örlítill. Þegar Philae lendir á halastjörnunni þarf geimfarið að hlekkja sig við yfirborðið með hjálp ísskrúfa, tveggja skutla og stýriflaug sem þrýstir farinu niður á við. Mynd: ESA/ATG Medialab
Við lendingu byrjar Philae að taka myndir sem sendar verða til Jarðar um leið og færi gefst. Innan við klukkustund eftir lendingu hefjast fyrstu vísindalegu mælingar sem standa yfir í fimm daga. Eftir það verða rafhlöður geimfarsins endurhlaðnar með sólarorku sem vonandi lengir líftíma þess um nokkra mánuði.
Tímasetningar helstu atburða
12.11.14 - kl. 09:03 - Philae losnar frá Rosetta
12.11.14 - kl. 09:04 - CIVA tekur fyrstu myndir af Rosetta
12.11.14 - kl. 09:43 - Rosetta framkvæmir brautartilfærslu eftir aðskilnað
12.11.14 - kl. 15:02 - Philae byrjar að taka myndir af lendingarstaðnum
12.11.14 - kl. 16:02 - Philae lendir
Tímasetningarnar miðast við íslenskan tíma og eru birtar með fyrirvara um breytingar.
Philae lendir á halastjörnunni 67P/C-G á miðvikudaginn
Sævar Helgi Bragason 09. nóv. 2014 Fréttir
Miðvikudaginn 12. nóvember nær Rosetta leiðangur ESA hámarki þegar Philae verður losað frá Rosetta og tilraun gerð til að lenda á yfirborði halastjörnu í fyrsta sinn
Í tíu ár hafa tvö evrópsk geimför ferðast saman um 6,4 milljarða km leið til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Klukkan 09:03 að íslenskum tíma miðvikudaginn 12. nóvember er komið að viðskilnaði. Þá verður Philae lendingarfarið losað frá Rosetta geimfarinu í fyrstu tilraun manna til að lenda geimfari á halastjörnu, sjö klukkustundum síðar, klukkan 16:02 að íslenskum tíma. Margt getur farið úrskeiðis en takist lendingin er um að ræða merkan áfanga í geimkönnunarsögunni.
Halastjörnur eru frumstæðustu hnettir sólkerfisins. Þær innihalda efnið sem reikistjörnurnar urðu til úr fyrir um 4,6 milljörðum ára en hafa, ólíkt reikistjörnunum, ekki hitnað að ráði, svo efnin í þeim hafa lítið sem ekkert breyst. Rannsóknir á halastjörnum geta því veitt okkur einstakar upplýsingar um myndun og þróun sólkerfisins.
Rosetta er einn stærsti og metnaðarfyllsti rannsóknarleiðangur sem ESA, Geimvísindastofnun Evrópu, hefur lagt upp í til þessa. Frá ágústbyrjun hefur Rosetta geimfarið hringsólað um halastjörnuna 67P/Churyumov-Gerasimenko ásamt Philae lendingarfarinu. Miðvikudaginn 12. nóvember nær leiðangurinn hámarki þegar Philae verður losað frá Rosetta og tilraun gerð til að lenda á yfirborði halastjörnu í fyrsta sinn.
Philae kanninn
Philae lendingarfarið er kassalaga (1 metri á breidd og hæð) og vegur 100 kg (þar af vega mælitæki 21 kg). Á Philae eru þrír fætur á snúningsási sem gerir geimfarinu kleift að snúa sér 360 gráður og halla sér ± 3,5 gráður. Geimfarið dregur nafn sitt af eyju í Nílarfljóti í Egiptalandi þar sem broddsúla fannst sem hjálpaði Frakkanum Jean-François Champolliion leysa ráðgátu Rosetta steinsins.
Um borð í Philae eru tíu mælitæki, annars vegar þrjú fjarkönnunartæki (CIVA, ROLIS og CONSERT) og hins vegar sjö tæki sem gera staðbundnar mælingar.
APXS (Alpha Proton X-Ray Spectrometer) er röntgen-litrófsriti sem skýtur röngengeislum og alfa ögnum á sýni og mælir röntgengeislunina sem sýnin endurvarpa. Tækið á að veita upplýsingar um frumefnasamsetningu lendingarstaðarins og hugsanlegar breytingar sem verða þegar halastjarnan nálgast sólina. Mælingar tækisins geta tekið allt að 10 klukkustundir en gögn frá því verða meðal annars notuð til að mæla hlutfall íss á móti ryki og kanna efnasamsetningu ryksins til að bera saman við þekkta loftsteina. Samskonar tæki er meðal annars um borð í Marsjeppanum Curiosity.
CIVA (Comet nucleus Infared and Visible Analyzer) er aðalmyndavélabúnaður Philae. Það samanstendur af sex litlum myndavélum á hliðum kannans sem saman geta tekið 360 gráðu víðmyndir í þrívídd af lendingarstaðnum. Smásjármyndavél og litrófsriti fyrir innrautt ljós eru einnig hlutar af búnaðinum. Smásjáin og litrófsritinn verða notuð til að rannsaka efnasamsetningu, áferð og endurvarp yfirborðsýna sem önnur tæki safna. Myndir CIVA verða ennfremur notaðar til að fylgjast með yfirborðsvirkni og -breytingum.
CONSERT (Comet Nucleus Sounding Experiment by Radiowave Transmission) er tæki sem nemur útvarpsbylgjur sem Rosetta brautarfarsins sendir í gegnum halastjörnuna. Útvarpsbylgjusendingarnar gera mönnum klefit að rannsaka innviði halastjörnunnar, á svipaðan hátt og jarðvísindamenn kortleggja innviði Jarðar út frá jarðskjálftabylgjum.
COSAC (Cometary Sampling and Composition experiment) er annar tveggja gasnema í Philae. Tækið á að rannsaka reikul efni úr halastjörnunni með því að mæla frumefna-, samsætu- og steindafræðilega samsetningu þeirra. Tækið á einnig að rannsaka flókin lífræn efnasambönd í halastjörnunni sem gætu verið forlífræn byggingarefni lífs á Jörðinni.
Ptolemy er hinn gasneminn í Philae. Tækið á að rannsaka efnasamsetningu ystu yfirborðslaga halastjörnunar með nákvæmum mælingar á samsætuhlutföllum léttra frumefna. Markmið mælinganna er meðal annars að varpa ljósi á tengslin milli vatns í halastjörnum og vatns á Jörðinni (kom vatn til Jarðar með halastjörnum?), kanna lífræn efnasambönd og myndunarsögu efna í halastjörnunni.
MUPUS (Multi-Purpose Sensors for Surface and Subsurface Science) eru nokkrir nemar sem mæla þéttleika halastjörnunnar, hitastig yfirborðsins og innviðanna, varmaleiðnina og ýmsa aðra eiginleika yfirborðsins.
ROLIS (Rosetta Lander Imaging System) er CCD myndavél sem taka á myndir af lendingarstaðnum bæði fyrir og eftir lendingu. Markmiðið er að rannsaka landslagsmyndanir og steindir á yfirborðinu. ROLIS verður líka notuð til að taka myndir af sýnatökustöðum í kringum Philae, bæði fyrir og eftir, og fylgjast með breytingum á yfirborðinu þegar halastjarnan nálgast sólina.
ROMAP (Rosetta Lander Magnetometer and Plasma Monitor) samanstendur af segulmæli og rafgasnema á stuttri bómu á Philae. Tækið á að gera mælingar á rafleiðni kjarnans, segulsviðinu í kringum halstjörnuna og víxlverkun sólvindsins og halastjörnunnar.
SD2 (Sample and Distribution Device) er sýnasöfnunarbúnaður Philae. Philae getur snúið sér 360 gráður og þannig safnað sýnum frá mismunandi stöðum í kringum sig. SD2 mun bora um og yfir 20 cm ofan í yfirborðið, safna sýnum og flytja þau í ofna sem hita sýnin fyrir gasnemana í COSAC tækinu, eða í smásjárskoðun CIVA.
SESAME (Surface Electrical Sounding and Acoustic Monitoring Experiments) er þrjú tæki: (1) CASSE (Cometary Acoustic Sounding Surface Experiment), sem mælir aflfræðilega eiginleika yfirborðsins með því að skjóta hljóðmerkjum í gegnum það; (2) PP (Permittivity Probe), sem rannsakar rafmagnsfræðilega eiginleika yfirborðsins og (3) DIM (Dust Impact Monitor) sem mælir ryk sem fellur á yfirborðið. Mælingar þessara tækja hjálpa til við að skilja myndun halastjarna og sólkerfisins.
Fjarkönnunartækin verða virk skömmu eftir aðskilnað Philae og Rosetta en hin tækin hefja rannsóknir eftir lendingu.
Philae er afrakstur samstarfs ESA og stofnana í átta aðildarríkjum þess (Austurríki, Finnland, Frakkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía, Bretland, Þýskaland) undir forystu þýsku geimrannsóknarstofnunarinnar (DLR).
Lendingarstaðurinn
Þegar Rosetta kom til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko sýndu myndir að hún líktist einna helst gúmmíönd með höfði og búk. Philae á að lenda á höfðinu, það er á smærri hluta kjarnans.
Lendingarstaðurinn var upphaflega kallaður „Staður J“ en eftir nafnasamkeppni sem ESA stóð fyrir var staðurinn nefndur Agilkia eftir eyju í Nílarfljóti í Egiptalandi. Þegar Aswan stíflan var reist á sjöunda áratug 20. aldar voru ýmsar forn-egipskar byggingar, þar á meðal frægt hof gyðjunnar Ísisar, fluttar af eyjunni Philae til Agilkia þegar flæddi yfir þá fyrrnefndu.
Staðurinn var fyrst og fremst valinn vegna þess að hann var talinn öruggastur af þeim sem komu til greina (sjá frétt um val á lendingarstaðnum).
Lending Philae er gríðarlega flókin og erfið. Enginn veit hvað biður kannans þegar hann snertir yfirborðið. Er yfirborðið laust í sér eins og lausamjöll? Stökk, gróft eða sleipt?
Lendingarferlið
Lendingarferlið skiptist í þrennt: Aðskilnað, niðurleið og lendingu, eins og myndskeiðið hér undir sýnir
Áður en aðskilnaður verður mun Rosetta ræsa eldflaugar sínar og breyta braut sinni um halastjörnuna og stefnir þá í raun beint á hana. Á Jörðinni munu leiðangursstjórar í Darmstadt í Þýskalandi kanna hvort brautartilfærslan heppnaðist. Sé stefnan rétt verður skipun send til Rosetta um að losa Philae kannan frá sér. Halastjarnan er þá í um 510 milljón km fjarlægð frá Jörðinni, svo allar útvarpsendingar milli Jarðar og geimfarsins eru tæplega hálftíma (28 mínútur) að berast aðra leið.
Tveimur klukkustundum eftir brautartilfærsluna, klukkan 09:03 að morgni miðvikudagsins 12. nóvember, ýtir Rosetta Philae frá sér með um 18 cm hraða á sekúndu. Hefst þá lendingarferlið formlega. CIVA myndavélin tekur „kveðjumynd af Rosetta sem vonandi tekur líka mynd af Philae fjarlægjast. Fjörutíu mínútum eftir aðskilnað ræsir Rosetta eldflaugar sínar á ný og kemur sér á örugga braut um halastjörnuna (sem einnig mun tryggja að CONSERT tilraunin geti farið fram).
Þegar hér er komið sögu er Philae í frjálsu falli. Kanninn fellur úr 22,5 km hæð niður á yfirborð halastjörnunnar á um 7 klukkustundum.
Klukkustund eftir aðskilnað kemur Philae á útvarpssambandi við Rosetta, breiðir úr lendingarbúnaðinum, opnar CONSERT loftnetið og ROLIS myndavélin byrjar myndatökur. Tveimur stundum eftir aðskilnað snýr Rosetta sér við og fylgist með Philae falla að halastjörnunni.
Á niðurleiðinni safnar Philae gögnum. ROLIS tekur myndir og COSAC, Ptolemy, ROMAP og SESAME mæla gas, ryk og segulsviðið í kringum halastjörnuna. Á sama tíma mælir CONSERT fjarlægðina milli Philae og Rosetta og reynir að skynja yfirborð halastjörnunnar. Gögnin verða send til Rosetta á niðurleiðinni, svo burtséð frá því hvað gerist þegar Philae snertir yfirborðið munu gögn berast.
Klukkan 16:02 að íslenskum tíma (áætlað) snertir Philae yfirborð halastjörnunnar á um 1 metra hraða á sekúndu, sjö stundum eftir aðskilnað við Rosetta. Við snertingu skýtur kanninn tveimur skutlum allt að tvo og hálfan metra ofan í yfirborðið. Á sama tíma verður lítil eldflaug ofan á Philae ræst svo geimfarið skoppi ekki upp af yfirborðinu (þyngdarkrafturinn er svo veikur að sú hætta er fyrir hendi). Þá verða ísskrúfur á fótunum þremur stungið ofan í yfirborðið. Í raun mun Philae því hlekkja sig við yfirborðið. Sé yfirborðið mjúkt, svipað lausamjöll, gæti geimfarið sokkið á magann, jafnvel aðeins lengra.
Við lendingu byrjar Philae að taka myndir sem sendar verða til Jarðar um leið og færi gefst. Innan við klukkustund eftir lendingu hefjast fyrstu vísindalegu mælingar sem standa yfir í fimm daga. Eftir það verða rafhlöður geimfarsins endurhlaðnar með sólarorku sem vonandi lengir líftíma þess um nokkra mánuði.
Tímasetningar helstu atburða
12.11.14 - kl. 09:03 - Philae losnar frá Rosetta
12.11.14 - kl. 09:04 - CIVA tekur fyrstu myndir af Rosetta
12.11.14 - kl. 09:43 - Rosetta framkvæmir brautartilfærslu eftir aðskilnað
12.11.14 - kl. 15:02 - Philae byrjar að taka myndir af lendingarstaðnum
12.11.14 - kl. 16:02 - Philae lendir
Tímasetningarnar miðast við íslenskan tíma og eru birtar með fyrirvara um breytingar.
Ítarefni á Stjörnufræðivefnum
Rosetta geimfarið
Rosetta komin á áfangastað
Lendingarstaður valinn á halastjörnu Rosetta
Tenglar
ESA Rosetta blog
Rosetta #CometLanding Livestream
- Sævar Helgi Bragason