Stjarnvísindaárið 2017
Sævar Helgi Bragason
30. des. 2016
Fréttir
Upplýsingar um reikistjörnurnar árið 2017, kvartilaskipti tunglsins og „ofurmána“, sól- og tunglmyrkva, sólstöður og jafndægur og hvenær Jörðin er næst og fjærst sólu
Árið 2017 er spennandi stjarnvísindaár. Þótt flestar reikistjörnurnar liggi ekki vel við athugun frá Íslandi séð er margt að sjá og skoða. Hér eru upplýsingar um reikistjörnurnar árið 2017, kvartilaskipti tunglsins og „ofurmána“ ársins, sól- og tunglmyrkva, sólstöður og jafndægur og hvenær Jörðin er næst og fjærst sólu.
Almyrkvi á sólu 21. ágúst — 2% deildarmyrkvi í Reykjavík
Stærsti stjarnfræðilegi viðburðurinn árið 2017 er almyrkvinn sem gengur þvert yfir Bandaríkin mánudaginn 21. ágúst.
Frá Reykjavík sést lítlsháttar deildarmyrkvi sem hefst kl. 18:21, nær hámarki kl 18:44 og lýkur kl. 19:05. Við hámarkið hylur tunglið 2,2% af skífu sólar. Nota verður sólmyrkvagleraugu eða sjónauka með sólarsíu til að sjá deildarmyrkvann.
Staður |
% deildarmyrkvi |
Myrkvi hefst |
Myrkvi í hámarki |
Myrkva lýkur |
Reykjavík |
2,2% |
18:21 |
18:44 |
19:05 |
Ísafjörður |
1,95% |
18:19 |
18:40 |
19:01 |
Akureyri |
1,3% |
18:23 |
18:42 |
19:00 |
Egilsstaðir |
0,96% |
18:26 |
18:43 |
18:59 |
Höfn |
1,23% |
18:27 |
18:44 |
19:02 |
Vestmannaeyjar |
2,1% |
18:23 |
18:45 |
19:07 |
Við hvetjum þig til þess að ferðast til Bandaríkjanna og upplifa almyrkvann. Það er engu líkt!
Reikistjörnurnar 2017
-
Merkúríus sést með naumindum lágt í vestri á kvöldhimninum seinni hluta mars og snemma í apríl. Hann birtist aftur á morgunhimninum yfir Íslandi í september og fram í október. Morgnana 17.-20. september verða Merkúríus, Venus, tunglið og Mars í röð á morgunhimninum austri, skömmu fyrir sólarupprás.
-
Venus skín stjarna skærast á kvöldhimninum í janúar, febrúar og fram í mars en hverfur þá í birtu sólar. Hún birtist aftur sem morgunstjarna í apríl en hverfur í birtu sumarsólarinnar. Venus sést lágt í austri á morgunhimninum yfir Íslandi í ágúst og fram í október. Í sjónauka sjást kvartilaskipti Venusar vel.
-
Mars er kvöldstjarna í Fiskunum og reikar yfir í Hrútinn fram á vor. Í lok mars er hann lágt á lofti í vestri skömmu eftir sólsetur. Mars er langt frá Jörðinni og því agnarsmár og daufur en þekkist af rauðgula lit sínum. Í sjónauka er lítið að sjá. Mars verður næst í gagnstöðu við Jörðina í júlí 2018.
-
Júpíter er morgunstjarna í Meyjunni fram á vormánuði. Í lok mars og snemma í apríl er hann kominn hátt á loft fyrir miðnætti. Síðari hluta árs sést hann ekkert frá Íslandi fyrr en í desember þegar hann verður morgunstjarna, lágt á lofti í birtingu. Júpíter er í gagnstöðu við Jörð 7. apríl.
-
Satúrnus heldur sig á mörkum Naðurvalda og Bogmannsins sem þýðir að hann kemst aldrei mjög hátt á loft yfir Ísland á árinu. Hann er morgunstjarna fram á vor en kvöldstjarna á hausthimninum, svo lágt á lofti að hann sést varla. Satúrnus er í gagnstöðu við Jörð 15. júní og því ekki sýnilegur frá Íslandi vegna sumarbirtunnar.
-
Úranus er í Fiskunum allt árið og sést tæplega nema með sjónauka. Úranus er í gagnstöðu við Jörð 19. október.
-
Neptúnus er í Vatnsberanum allt árið og sést þvíb est á kvöldhimni síðari hluta ársins. Birtustig hans er +7,8 svo nota þarf handsjónauka eða stjörnusjónauka til að sjá hann. Neptúnus er í gagnstöðu við Jörð 5. september.
Hér á Stjörnufræðivefnum eru birt stjörnukort í hverjum mánuði, utan sumarmánuðanna, með upplýsingum um staðsetningu reikistjarnanna á himninum.
Tunglið 2017
Aðalgrein: Tunglið árið 2017
Nýtt tungl |
kl. |
|
Fyrsta kvartil |
kl. |
|
Fullt tungl |
kl. |
|
Síðasta kvartil |
kl. |
|
|
|
5. janúar |
19:47 |
|
12. janúar |
11:34 |
|
19. janúar |
22:14 |
29. janúar |
00:07 |
|
4. febrúar |
04:19 |
|
11. febrúar |
00:33 |
|
18. febrúar |
19:33 |
26. febfrúar |
14:58 |
|
5. mars |
11:32 |
|
12. mars |
14:54 |
|
20. mars |
15:48 |
28. mars |
02:57 |
|
3. apríl |
18:39 |
|
11. apríl |
06:08 |
|
19. apríl |
09:57 |
26. apríl |
12:16 |
|
3. maí |
02:47 |
|
10. maí |
21:43 |
|
19. maí |
00:33 |
25. maí |
19:44 |
|
1. júní |
12:42 |
|
9. júní |
13:10 |
|
17. júní |
11:33 |
24. júní |
02:31 |
|
1. júlí |
00:51 |
|
9. júlí |
04:07 |
|
16. júlí |
19:26 |
23. júlí |
09:46 |
|
30. júlí |
15:23 |
|
7. ágúst |
18:11 |
|
15. ágúst |
01:15 |
21. ágúst |
18:30 |
|
29. ágúst |
08:13 |
|
6. september |
07:03 |
|
13. september |
06:25 |
20. september |
05:30 |
|
28. september |
02:54 |
|
5. október |
18:40 |
|
12. október |
12:25 |
19. október |
19:12 |
|
27. ágúst |
22:22 |
|
4. nóvember |
05:23 |
|
10. nóvember |
20:37 |
18. nóvember |
11:42 |
|
26. nóvember |
17:03 |
|
3. desember |
15:47 |
|
10. desember |
07:51 |
19. desember |
06:31 |
|
26. desember |
09:20 |
|
|
|
|
|
|
Taflan hér að ofan sýnir dagsetningu og tímasetningu kvartila tunglsins árið 2017 á íslenskum tíma.
Ofurmánar 2017 — Stærstu fullu tungl ársins (fullt tungl í jarðnánd)
Fullt tungl |
kl. |
Fjarlægð
(km)
|
Þvermál á himni
(bogamínútur)
|
Hlutfallsleg fjarlægð |
Í jarðnánd |
Athugasemdir |
12. janúar |
11:34 |
366.880 |
32,57 |
0,913 |
10. janúar |
|
4. nóvember |
05:23 |
354.004 |
32,83 |
0,941 |
6. nóvember |
|
3. desember |
15:47 |
357.987 |
33,38 |
0,990 |
4. desember |
Stærsta fulla tungl ársins |
Hlutfallsleg fjarlægð lýsir fjarlægð tunglsins sem hlutfallinu milli jarðfirrðar (0,0) og jarðnándar (1,0).
Sól- og tunglmyrkvar 2017
Árið 2017 verða tveir sólmyrkvar og tveir tunglmyrkvar.
Sólmyrkvar 2017
-
Hringmyrkvi á sólu 26. febrúar: Sést Suður Ameríku, Suður Atlantshafi og suðurhluta Afríku, ekkert frá Íslandi
-
Almyrkvi á sólu 21. ágúst: Sést stranda á milli í Bandaríkjunum.
Tunglmyrkvar 2017
-
Hálfskuggamyrkvi 11. febrúar: Sést í heild sinni frá Íslandi
-
Deildarmyrkvi 7. ágúst: Sést frá Asíu og Ástralíu, ekkert frá Íslandi.
Sólstöður og jafndægur 2017
Vorjafndægur |
kl. |
|
Sumarsólstöður |
kl. |
|
Haustjafndægur |
kl. |
|
Vetrarsólstöður |
kl. |
20. mars |
10:29 |
|
21. júní |
04:25 |
|
22. september |
20:02 |
|
21. desember |
16:29 |
Helstu geimferðir 2017
Í júlí 2017 lýkur leiðangri Dawn geimfarsins sem hefur frá árinu 2015 verið á braut um dvergreikistjörnuna Ceresi. Áður hafði geimfarið rannsakað smástirnið Vesta.
Í september 2017 lýkur ellefu ára rannsóknarleiðangri Cassini geimfarsins um Satúrnus.
Heimildir
-
2016 Phases of the Moon. Fred Espenak, www.astropixels.com
-
Full Moon at Perigee (Super Moon): 2001 to 2100. Fred Espenak, www.astropixels.com
-
Solstices and Equinoxes: 2001 to 2100. Fred Espenak, www.astropixels.com
Stjarnvísindaárið 2017
Sævar Helgi Bragason 30. des. 2016 Fréttir
Upplýsingar um reikistjörnurnar árið 2017, kvartilaskipti tunglsins og „ofurmána“, sól- og tunglmyrkva, sólstöður og jafndægur og hvenær Jörðin er næst og fjærst sólu
Árið 2017 er spennandi stjarnvísindaár. Þótt flestar reikistjörnurnar liggi ekki vel við athugun frá Íslandi séð er margt að sjá og skoða. Hér eru upplýsingar um reikistjörnurnar árið 2017, kvartilaskipti tunglsins og „ofurmána“ ársins, sól- og tunglmyrkva, sólstöður og jafndægur og hvenær Jörðin er næst og fjærst sólu.
Almyrkvi á sólu 21. ágúst — 2% deildarmyrkvi í Reykjavík
Stærsti stjarnfræðilegi viðburðurinn árið 2017 er almyrkvinn sem gengur þvert yfir Bandaríkin mánudaginn 21. ágúst.
Frá Reykjavík sést lítlsháttar deildarmyrkvi sem hefst kl. 18:21, nær hámarki kl 18:44 og lýkur kl. 19:05. Við hámarkið hylur tunglið 2,2% af skífu sólar. Nota verður sólmyrkvagleraugu eða sjónauka með sólarsíu til að sjá deildarmyrkvann.
Við hvetjum þig til þess að ferðast til Bandaríkjanna og upplifa almyrkvann. Það er engu líkt!
Reikistjörnurnar 2017
Merkúríus sést með naumindum lágt í vestri á kvöldhimninum seinni hluta mars og snemma í apríl. Hann birtist aftur á morgunhimninum yfir Íslandi í september og fram í október. Morgnana 17.-20. september verða Merkúríus, Venus, tunglið og Mars í röð á morgunhimninum austri, skömmu fyrir sólarupprás.
Venus skín stjarna skærast á kvöldhimninum í janúar, febrúar og fram í mars en hverfur þá í birtu sólar. Hún birtist aftur sem morgunstjarna í apríl en hverfur í birtu sumarsólarinnar. Venus sést lágt í austri á morgunhimninum yfir Íslandi í ágúst og fram í október. Í sjónauka sjást kvartilaskipti Venusar vel.
Mars er kvöldstjarna í Fiskunum og reikar yfir í Hrútinn fram á vor. Í lok mars er hann lágt á lofti í vestri skömmu eftir sólsetur. Mars er langt frá Jörðinni og því agnarsmár og daufur en þekkist af rauðgula lit sínum. Í sjónauka er lítið að sjá. Mars verður næst í gagnstöðu við Jörðina í júlí 2018.
Júpíter er morgunstjarna í Meyjunni fram á vormánuði. Í lok mars og snemma í apríl er hann kominn hátt á loft fyrir miðnætti. Síðari hluta árs sést hann ekkert frá Íslandi fyrr en í desember þegar hann verður morgunstjarna, lágt á lofti í birtingu. Júpíter er í gagnstöðu við Jörð 7. apríl.
Satúrnus heldur sig á mörkum Naðurvalda og Bogmannsins sem þýðir að hann kemst aldrei mjög hátt á loft yfir Ísland á árinu. Hann er morgunstjarna fram á vor en kvöldstjarna á hausthimninum, svo lágt á lofti að hann sést varla. Satúrnus er í gagnstöðu við Jörð 15. júní og því ekki sýnilegur frá Íslandi vegna sumarbirtunnar.
Úranus er í Fiskunum allt árið og sést tæplega nema með sjónauka. Úranus er í gagnstöðu við Jörð 19. október.
Neptúnus er í Vatnsberanum allt árið og sést þvíb est á kvöldhimni síðari hluta ársins. Birtustig hans er +7,8 svo nota þarf handsjónauka eða stjörnusjónauka til að sjá hann. Neptúnus er í gagnstöðu við Jörð 5. september.
Hér á Stjörnufræðivefnum eru birt stjörnukort í hverjum mánuði, utan sumarmánuðanna, með upplýsingum um staðsetningu reikistjarnanna á himninum.
Tunglið 2017
Aðalgrein: Tunglið árið 2017
Taflan hér að ofan sýnir dagsetningu og tímasetningu kvartila tunglsins árið 2017 á íslenskum tíma.
Ofurmánar 2017 — Stærstu fullu tungl ársins (fullt tungl í jarðnánd)
fjarlægð
Hlutfallsleg fjarlægð lýsir fjarlægð tunglsins sem hlutfallinu milli jarðfirrðar (0,0) og jarðnándar (1,0).
Sól- og tunglmyrkvar 2017
Árið 2017 verða tveir sólmyrkvar og tveir tunglmyrkvar.
Sólmyrkvar 2017
Hringmyrkvi á sólu 26. febrúar: Sést Suður Ameríku, Suður Atlantshafi og suðurhluta Afríku, ekkert frá Íslandi
Almyrkvi á sólu 21. ágúst: Sést stranda á milli í Bandaríkjunum.
Tunglmyrkvar 2017
Hálfskuggamyrkvi 11. febrúar: Sést í heild sinni frá Íslandi
Deildarmyrkvi 7. ágúst: Sést frá Asíu og Ástralíu, ekkert frá Íslandi.
Sólstöður og jafndægur 2017
Jörðin næst sólu: 4. janúar kl. 14:18
Jörðin fjærst sólu: 3. júlí kl. 20:11
Helstu geimferðir 2017
Chang'e 5 (CNSA) er kínverskur tunglkanni sem á að lenda á tunglinu árið 2017, safna um 2 kg af sýnum og flytja til Jarðar.
TESS (Transiting Exoplanet Survey Satellite) (NASA) er geimsjónauki sem skotið verður á loft í desember 2017. Markmið sjónaukans er að finna reikistjörnur utan sólkerfisins með þvergöngumælingum.
Í júlí 2017 lýkur leiðangri Dawn geimfarsins sem hefur frá árinu 2015 verið á braut um dvergreikistjörnuna Ceresi. Áður hafði geimfarið rannsakað smástirnið Vesta.
Í september 2017 lýkur ellefu ára rannsóknarleiðangri Cassini geimfarsins um Satúrnus.
Heimildir
2016 Phases of the Moon. Fred Espenak, www.astropixels.com
Full Moon at Perigee (Super Moon): 2001 to 2100. Fred Espenak, www.astropixels.com
Solstices and Equinoxes: 2001 to 2100. Fred Espenak, www.astropixels.com