Fréttir
Fyrirsagnalisti

Stjörnuhimininn í september 2015
Tunglmyrkvi og reikistjörnur á morgunhimninum er meðal þess sem prýðir stjörnuhimininn í september 2015.

Litadýrð Tvístrókaþokunnar
Hringþokur eru meðal fegurstu fyrirbæra næturhiminsins. Á þessari mynd frá Hubble geimsjónauka NASA og ESA sést ein slík sem kallast Fiðrildaþokan eða Tvístrókaþokan.

Leiðrétt sólblettatala bendir til að ekki sé hægt rekja loftslagsbreytingar nútímans til aukinnar sólvirkni
Sólblettatalan hefur nú verið endurkvörðuð og stöðluð og gefur fyrir vikið mun betri sögu af virkni sólar undanfarnar aldir. Nýja sólblettatalan sýnir að engin marktæk aukning hefur orðið á virkni sólar frá árinu 1700, eins og áður var talið.
Plánetustígur á Breiðdalsvík
Hinn 6. júlí síðastliðinn var plánetustígur formlega opnaður á Breiðdalsvík. Stígurinn er samstarfsverkefni Breiðdalsseturs og Grunnskóla Breiðdalshrepps.

Stormasöm Lónþoka
Þótt kyrrð sé yfir heiti Lónþokunnar er svæðið stormasamt. Þar blása sterkir vindar frá heitum stjörnum innan um ólgandi gasstraumar og öfluga myndun nýrra stjarna.

Plútó í öllu sínu veldi
Klukkan 11:50 í morgun flaug New Horizons, hraðfleygasta geimfar sem menn hafa sent út í geiminn, framhjá Plútó.

New Horizons heimsækir Plútó
Klukkan 11:50 að íslenskum tíma þriðjudaginn 14. júlí flýgur New Horizons geimfar NASA framhjá dvergreikistjörnunni Plútó eftir 5 milljarða kílómetra ferðalag sem tók 91/2 ár.

Hvers vegna er Plútó rauðbrúnn á litinn?
Nú þegar fyrstu skýru litmyndirnar eru farnar að berast frá New Horizons er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvernig Plútó er á litinn.

Dularfullir blettir við miðbaug Plútós
Á nýjum litmyndum frá New Horizons geimfari NASA sjást tvö gerólík hvel dvergreikistjörnunnar. Á öðru hvelinu eru að minnsta kosti fjórir tæplega 500 km breiðir blettir, hver rúmlega eitt og hálft Ísland að flatarmáli, sem raðast upp með jöfnu millibili eftir miðbaug Plútós.