Fréttir
Fyrirsagnalisti
Vetrarsólstöður föstudagskvöldið 21. desember 2018
Vetrarsólstöður verða klukkan 22:23 föstudagskvöldið 21. desember 2018. Halli norðurhvels Jarðar frá sólu er þá mestur svo sól er lægst á lofti frá okkur séð og birtustundir fæstar. Eftir föstudaginn tekur sól að rísa á ný.
Misstu ekki af Venusi og tunglinu á morgunhimninum 2.-4. desember 2018
Reikistjarnan Venus hefur skinið skært í suðaustri á morgnana undanfarnar vikur og vakið athygli margra. Sýningin nær hámarki 2.-4. desember þegar tunglið verður skammt frá í birtingu. Útsýnið þessa morgna verður sérlega glæsilegt
Svarthol komin í bókabúðir
Hvenær sjást norðurljósin aftur í haust?
Líkur á að norðurljós sjáist í kringum miðnætti 16.-18. ágúst eða svo og aftur 20. og 21. ágúst. Útlit fyrir rólega byrjun á haustinu.
Sólmyrkvi sjáanlegur frá Íslandi 11. ágúst 2018
Myrkvinn sést frá öllu landinu ef vel viðrar en nota þarf viðeigandi hlífðarbúnað til að sjá hann, sólmyrkvagleraugu og/eða sjónauka með sólarsíu.
Tólf ný tungl fundin við Júpíter
Stjörnufræðingar finna tólf áður óþekkt tungl við Júpíter, þar af eitt sem sker sig úr
Litadýrð Lónþokunnar á 28 ára afmælismynd Hubbles
Ár hvert halda vísindamenn upp á afmæli Hubble-sjónaukans í geimnum með því að birta nýja og glæsilega mynd frá honum. Í ár er hún af Lónþokunni í Bogmannninum
TESS geimsjónaukanum skotið á loft
Miðvikudagskvöldið 18. apríl verður TESS geimsjónauka NASA skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX. TESS á að leita að reikistjörnum utan sólkerfisins okkar
„Blár ofurmáni“ miðvikudaginn 31. janúar
Miðvikudaginn 31. janúar tunglið fullt í annað skipti á árinu 2018 og í annað sinn í janúarmánuði. Þegar tvö full tungl verða í einum og sama mánuði er seinna fulla tunglið kallað blátt tungl