Fréttir

Fyrirsagnalisti

Lausþyrpingin Trumpler 14 í Kjalarþokunni

Sævar Helgi Bragason 21. jan. 2016 Fréttir : Glitrandi stjörnur í Trumpler 14

Á nýrri mynd frá Hubblessjónaukanum sést stjörnuþyrpingin Trumpler 14 sem hýsir eina heitustu stjörnu sem vitað er um.

Teikning listamanns af Reikistjörnu níu

Sævar Helgi Bragason 20. jan. 2016 Fréttir : Sterk sönnunargögn fyrir tilvist níundu reikistjörnunnar?

Stjörnufræðingar við Caltech háskóla í Kaliforníu hafa fundið sterk sönnunargögn fyrir tilvist stórrar en óséðrar reikistjörnu langt handan við braut Neptúnusar og Plútós.

Stjörnur skoðaðar frá Hótel Rangá

Sævar Helgi Bragason 25. des. 2015 Fréttir : Stjarnvísindaárið 2016

Árið 2016 er spennandi stjarnvísindaár. Þótt fáar reikistjörnur verði áberandi á himninum gengur ein þeirra, Merkúríus, fyrir sólina í fyrsta sinn síðan 2006. Tveir geimkannar leggja í leiðangur út í sólkerfið, einn til Mars og einn til smástirnis, auk þess sem nýtt geimfar fer á braut um Júpíter.

Litadýrð Plútós. Mynd: NASA/JHUAPL/SRI

Sævar Helgi Bragason 18. des. 2015 Fréttir : Tíu bestu stjörnuljósmyndir ársins 2015

Stjörnufræði er myndræn vísindagrein. Ár hvert eru þúsundir ljósmynda teknar af undrum alheimsins, hvort sem er af stjörnuáhugafólki, stjörnufræðingum eða vélvæddum sendifulltrúum jarðarbúa í sólkerfinu.

Vísindabók Villa - Geimurinn og geimferðir eftir Vilhelm Anton Jónsson og Sævar Helga Bragason

Sævar Helgi Bragason 16. des. 2015 Fréttir : Vísindabók Villa - Geimurinn og geimferðir

Vísindabók Villa - Geimurinn og geimferðir er ný bók fyrir alla sem áhuga hafa á vísindum. Þótt bókin henti fullkomlega fyrir krakka á aldrinum 6-13 ára, ættu allir sem eldri eru að finna ótalmargt við sitt hæfi í bókinni.

Herbig-Haro 24

Sævar Helgi Bragason 16. des. 2015 Fréttir : Mátturinn við fæðingu stjörnu

Í tilefni af sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, Star Wars Episode VII: The Force Awakens, hafa stjörnufræðingar birt mynd frá Hubble geimsjónauka NASA og ESA af tvíeggja geimgeislasverði.

Geminítar, Vestmannaeyjar, stjörnuhrap, loftsteinahrap

Sævar Helgi Bragason 02. des. 2015 Fréttir : Sjáðu bestu loftsteinadrífu ársins 13. og 14. desember

Ef veður leyfir sunnudagskvöldið 13. desember og mánudagskvöldið 14. desember skaltu horfa til himins. Þessi kvöld verður loftsteinadrífan Geminítar (e. Geminids) í hámarki. Geminítar eru oft besta loftsteinadrífa ársins.

Halastjarnan Catalina. Mynd: Damian Peach

Sævar Helgi Bragason 29. nóv. 2015 Fréttir : Halastjarnan Catalina á morgunhimninum

Í desember og janúar er hægt að sjá halastjörnuna Catalina klífa upp himininn á morgnana. Hún er dauf (5. birtustig) og nýtur sín því best með handsjónauka eða stjörnusjónauka.

Óríonítar

Sævar Helgi Bragason 14. nóv. 2015 Fréttir : Leoníta loftsteinadrífan nær hámarki 17.-18. nóvember

Hin árlega Leoníta loftsteinadrífa nær hámarki 17. og 18. nóvember. Aðstæður til að fylgjast með drífunni eru heppilegar því birtan af tunglinu truflar ekkert að þessu sinni.

Síða 20 af 56