Fréttir
Fyrirsagnalisti

Fjarlægasta þroskaða vetrarbrautaþyrpingin
Stjörnufræðingar hafa uppgötvað og mælt fjarlægðina til fjarlægustu þroskuðu vetrarbrautaþyrpingar sem fundist hefur hingað til.

Áttu loftsteinar þátt í uppruna lífs á jörðinni?
Loftsteinn sem fannst á Suðurskautslandinu virðist geta rennt stoðum undir þá tilgátu að loftsteinn eða loftsteinar hafi verið kveikjan að lífinu á jörðinni.

Rykug skífa NGC 247
Hárfín smáatriði í þyrilþokunni NGC 247 og ríkulegur bakgrunnur hennar á nýrri mynd frá European Southern Observatory (ESO).

Allir skólar á Íslandi eiga nú stjörnusjónauka
Dreifingu Galíleósjónauka er lokið. Allir grunn- og framhaldsskólar á Íslandi eiga nú stjörnusjónauka.

Reikistjarna í mótun?
Stjörnufræðingar gætu hafa fundið reikistjörnu sem er að hreinsa slóð sína í rykskýi sem umlykur unga stjörnu.

Rytjuleg þyrilþoka
NGC 2841 er óvenjuleg þyrilþoka. Hún hefur stutta arma og í henni er tiltölulega róleg stjörnumyndun í samanburði við aðrar þyrilvetrarbrautir.

Fögur endurskinsþoka
Messier 78 er virkt stjörnumyndunarsvæði í stjörnumerkinu Óríon. Stjörnurnar í þokunni gefa frá sér skært ljós sem rykagnir endurvarpa og dreifa.

Stardust heimsækir halastjörnuna Tempel 1
Stardust geimfar NASA flaug í nótt framhjá halastjörnunni Tempel 1. Þetta er í fyrsta sinn sem halastjarna er könnuð í návígi fyrir og eftir sólnánd en áður hafði Deep Impact heimsótt hana árið 2005.

Keplerssjónaukinn finnur sex reikistjörnur í óvenjulegu sólkerfi
Keplerssjónaukinn hefur fundið þéttsetnasta og flatasta sólkerfið hingað til og mögulega 1.235 fjarreikistjörnur.